Jón Víðis sendir Þóru Egyptafara bréf. Jón skrifar Þóru Egyptafara, móðursystur sinni, bréf haustið 1919. Jóhann Skaptason sá um að halda því til haga. Jón Hálfdanarson veltir fyrir sér því umhverfi sem bréfið er ritað í, en mikið gerðist hér á landi á áratugnum 1919-1929. Þetta í tilefni af afmæli Jóns Víðis 31. maí 2024 (130 ár). Grein um Þóru Egyptafara má finna annars staðar á þessari vefsíðu. Bréf Jóns Víðis til Þóru Egyptafara 1919
Sprengisandsferð á þýsku. Barbara Grilz fékk áhuga á málinu, þýddi grein Jóns og birti í blaðinu Kultur & Technik 4/2016. Fengin fyrir milligöngu Viktors A. Ingólfssonar vegagerðarmanns. 46-51grilz_magazin-druck
Minningargreinar. Hér má sjá minningargreinar sem birtust í Mbl. og í Íslendingaþáttum (Tímans) í janúar 1975. Jón Hálfdanarson tók saman. JJV_minningargreinar_1975
Eg er fæddur … Jón skrifaði þessar þrjár síður um líf sitt í janúar 1954. Eg_er_fæddur.minni
Krabbe réði mig í þjónustu landsins. Í ágúst 1965 tók Jón saman fjórar síður um helstu atburði í lífi sínu. Hvenær gerði ég hvað? Síðast mældi Jón fyrir vegum sumarið 1968, en hann fór um hérað sitt, Vestfirði, sumarið 1969 og kvaddi. Radinn_i_thjonustu_landsins.minni
Ráðningarbréf Jóns frá 1918. Landsverkfræðingur Th. Krabbe réði Jón J. Víðis til starfa í þjónustu landsins 19. júlí 1918. Hér er ráðningarbréfið. Jakob færði mér. Radningarbref_JJV_1918
Jón teiknaði hús. Lista yfir þau má sjá í ævisögu Jóns; Að heyra hjarta landsins slá.
Fyrsta hús sem Jón Víðis eignaðist var Hverfisgata 40. Þar bjó hann um foreldra sína, eftir að þeir komu til baka úr Hafnarfirði. Þau fluttu áður 11 sinnum í Reykjavík. Margir muna eftir miða sem Jón tók saman um heimilisföngin, en er nú týndur. Fjöldamargir Víðisar bjuggu á Hvg. 40. M.a. amma mín, með öll sín börn, veturinn eftir að hún missti manninn sinn. Foreldrar mínir bjuggu þar í áratug með allan sinn skara. Hér hefur Jón ráðgert breytingar á húsinu. Sumar lét hann af verða, aðrar ekki. Til gamans sýni ég hér blueprint og teikningu sem sýnir vandvirknislega teikningu Jóns.
Sprengisandsferðin 1933 í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar. Vegagerðin stóð fyrir sýningu á myndum Jóns úr Sprengisandsferðinni í Hrauneyjum 2003. Jakob Hálfdanarson sá um uppsetningu sýningarinnar sem safnstjóri Vegagerðarinnar. Hér má sjá greinina skannaða (pdf). Sprengisandsferðin í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar 2003-2004
Sprengisandsferðin 1933 í Skýi. Jón tók sjálfur saman söguna af bílferðinni sögulegu og hefur hún birst víða. Hér eru síður flugritsins Skýs skannaðar (pdf). Sprengisandsferðin 1933
Utanlandsferð Jóns 1921. Í eftirmála þáttar míns um Jón í Vegamálum frá 1995, segi ég á bls. 32, að í „Verkfræðingatali [sé] minnst á námsferð til Noregs árið 1921. Til er sendibréf sem lýsir skemmtiferð Jóns til Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Skotlands þetta haust. Af bréfinu má sjá að Jón hefur notað ferðina vel og séð margt, þótt ekki hafi hann farið á skóla. Hann vitnaði iðulega í þessa ferð síðar.“ Einkum hafði honum orðið starsýnt á nýju stóru stálgrindabrúna yfir Firth of Forth við Edinborg. Hér birtist handskrifað 15 síðna skjal sem lýsir því þegar Jón heimsótti Oddfellowa í Malmö, og þeir höfðu breytt fundi í fyllerí. Jón hefur fest þessa sögu á blað löngu síðar, eða um 1970. Hún er í gamansömum stíl. JJV_i_Danm_&_Sverige_1921_allt.minna
Í símavinnu 1914. Hér segir Jón frá símavinnunni sumarið 1914, í skemmtilegri samantekt, en ég bætti við skýringum. Þarna segir m.a. frá því þegar Jón sá mann hjóla yfir Berufjörð, en Jón sagði þá sögu oft. Sá hét Lúðvík. Lesið um ýmis tengsl hans við Víðisa. i_simavinnu_sumarid_1914_zzz
Gestabók Jóns. Hér má sjá myndir af öllum síðum gestabókar Jóns. Þar er m.a. nafn Guttorms J. Guttormsson(ar) (í raun Jónsson) frá heimsókn hans til landsins 1963. Ég sá Guttorm og dóttur hans við þetta tækifæri, en Jón fékk mömmu til að uppvarta. Gestabók Jóns J. Víðis
Útsýnisskífur Jóns. Hér er kort sem útsýnisskífur Jóns J. Víðis hafa verið færðar inná. Kortið fylgdi ævisöguþættinum í Vegamálum 1995; Að heyra hjarta landsins slá. Á bls. 2 má sjá leiðréttingar og útskýringar Jakobs Hálfdanarsonar. Hringsjar_JJV_1995_Kort
Útsýnisskífur á Íslandi 2013. Jakob Hálfdanarson tók saman blaðagreinar um útsýnisskífur á Íslandi. Jón Víðis á þar stóran hlut að máli. Jakob hélt starfi Jóns áfram og hefur sjálfur teiknað uþb. 30 skífur, eða hringsjár. Hringsjar_Bladagreinar_JakobH_2013
Útsýnisskífur á ensku. Hér er blaðagrein úr tímaritinu Iceland Review frá 2004 um View Dials. Þar er minnst á Jón J. Víðis sem frumkvöðul í því starfi (Valhúsahæð 1935), og frænda okkar Jakob Hálfdanarson, sem hélt starfinu áfram. ViewDials_in_Iceland_2004
Jón byrjaði fyrstu dagbók sína í október 1914. „Til Reykjavíkur kom eg 11. okt. með Ceres frá Eskifirði, með um 110 kr í vasanum, frá sumarvinnunni. Fyrstu nóttina var Steinþór Oddsson hjá mér. – Næstu daga var eg á einlægum þönum við að úrvega mér bækur …“ Sjá nánar hér: Dagbók JJV 1914
Kolin á Tjörnesi. Sumarið 1917 starfaði Jón J. Víðis í kolanámunum á Tjörnesi. Hann skrifaði grein um námavinnsluna og birtist hún á forsíðu Mbl. í nóvember það ár. Jón segir: „Kolin finnast á 2-3 km svæði í 40-50 m háum sjávarbakka á Tjörnesi við Skjálfanda austanverðan. Þangað eru um 12 km í Húsavík. Útgrynni er þarna og lending ill, svo ekki komast þar að nema smábátar …“ Sjá nánar hér: Kolin_a_Tjornesi_New.one
Úr dagbókinni 1917. Jón fór í sína gömlu heimasveit til að vinna í kolanámunum á Tjörnesi. „15. júní [1917]. Enti við að búa mig til fararinnar. Ágúst Elísson hjálpaði mér að koma dóti mínu um borð. Kom til Guðrúnar Jónsd[óttur]. Hún gaf mér kr. 4.00 og 4 epli og mjólkurglas! Eg ætla að skrifa henni í sumar. Afh[enti] Knúti kr. 17 til bókakaupa fyrir mig. Próf var í Fysiologiu. Óskar. Jón 16. Helgi. Páll. K. Fór á hjóli til Hafnarfjarðar. Ól. Ól. léði mér. Ágúst Elísson fylgdi mér áleiðis, en afturhjól hans sprakk og varð eg að skilja við hann. Sprengdi nú spóann á gallagrip Óla og kom rétt mátulega til að ná út í Botníu …“ Sjá meira hér: Dagbók JJV 1917
Jólapokar. Jón Víðis hafði gaman af því að búa til hluti úr pappír. Það kallast origami (að brjóta blað) og kirigami (að klippa blað). Jón átti bók sem sýndi ótal leiðir til að gera hluti úr pappír, sér til dægrastyttingar. Þrjár kynslóðir tóku þátt í því með honum. Hann kenndi mörgum að flétta jólapoka. Hér eru nokkur dæmi (pdf). Jólapokar Jóns J. Víðis x14
Jón föndraði mikið. Hér er mynd af taflborði sem hann teiknaði. Það er af svipaðri gerð og Lúdó. Þetta borð er þó litað af mér – og mikið notað. Svolítið vantar á myndina til hægri og að neðan.
Jón Víðis teiknaði stúdentshúfuna sem síðan hefur verið notuð hér á landi. Árið 1939 voru liðin 25 ár frá því hún var fyrst notuð. Frá því segir í blaðagrein. Sjá mynd að neðan. Betra er þó að lesa textann í skjali sem hér fylgir. Studentshufan_25_ara_i_Word.zzz