Sprengingin á Ási. Ritgerð Ragnheiðar Kristjánsdóttur um sprenginguna á Ási í Fellum árið 1946. Ragnheiður lánaði greinina til birtingar hér. Hún er gift afkomanda Sigurðar Guttormssonar. Afi Ragnheiðar, Bjarni gamli, leigði hjá Jóni J. Víðis á Hvg. 40 í áratugi. Sprengingin_a_Asi_B_Ed
Sprengingin á Ási með mynd. Hér er styttri saga sprengingarinnar og henni fylgir mynd af legsteini þeirra sem létust. Sprengingin_i_Asi_1946_m_mynd_One
Sumarferð Más og Margrétar 2008. Hér segi ég frá sumarferð minni á slóðir ættingja minna á Héraði árið 2008. Helgi Hallgrímsson er með í för. Hér segir frá fjöldamörgum atburðum. Við sögu koma fjórar eikur, Áskirkja, Damien Rice, Ted og Jill Bradwell, fíflahunang, Jón Schiöld, skáldið Páll Ólafsson og legio annarra atburða. Sumarferd_2008_Mas_og_Margretar_2008_09_20
Snjóflóðin á Seyðisfirði og önnur slys fyrir austan. Jón Hálfdanarson tók árið 2014 saman forvitnilega greinargerð um örlög forfeðra okkar fyrir austan. Í snjóflóðinu fórst Guðríður Eiríksdóttir langamma Jóns og langalangamma mín. Einnig er minnst á Friðrik í Langhúsum. Hann kemur fyrir í sögu Helga Hallgrímssonar um Þóru Egyptafara. Sjá undir fyrirsögninni „Helgi & Þóra”. Forlog_Samantekt_JH_2014
Sandy Bar. Hér eru nokkur kvæði Guttorms J. Guttormsson(ar). Þau eru fengin að láni úr bókinni “Kvæði – úrval” sem Menningarsjóður gaf út árið 1976. Gils Guðmundsson og Þóroddur Guðmundsson (frá Sandi í Aðaldal) völdu. Sandy bar
Guttormur J. Guttormsson. Ævisöguágrip Guttorms J[ónssonar] Guttormsson(ar) eftir Gils Guðmundsson og Þórodd Guðmundsson. Langt pdf skjal, þó lipurt. Guttormur_J_Kvaedabok_Formali_One
Guttormur J. Guttormsson. Stutt æviágrip í pdf skjali. Guttormur_J_Febr_2015
Bergljót Sigurðardóttir. Hér segir Jóhann Skaptason frá Bergljótu Sigurðardóttur, móður sinni. Mynd af þeim mæðginum er í Þórusögu Helga Hallgrímssonar. Sjá undir nafni Helga hér á heimasíðunni. Bergljót var systir Halldóru, langömmu minnar. Jóhann og Sigríður, kona hans, voru því systkinabörn, en Sigríður (Sigga frænka) var dóttir Halldóru. Bergljot_Sigurdardottir_1874_1942_One
Snjóflóðið á Seyðisfirði 1885. Í snjóflóðinu á Seyðisfirði 1885 fórst Guðríður Eiríksdóttir, formóðir mín. Hún var móðir Halldóru, langömmu minnar, en einnig Þóru Egyptafara, Guðlaugar (ömmu Helga Hallgrímssonar) og Bergljótar (móður Jóhanns Skaptasonar). Þessi atburður hafði ýmsar afleiðingar í för með sér, enda dætur hennar ungar, og faðir þeirra, Sigurður Guttormsson, hafði látist nokkru fyrr (1878). Eftir lát hans bjó Guðríður með dætrum sínum í Kollsstaðagerði í 2 ár. Vinnumaður hennar var Stefán Guttormsson, mágur hennar. Guðríður brá búi 1890. Líklega fór Stefán þá með Halldóru norður að Þverá í Laxárdal, til systur sinnar Bergljótar, sem þá var gift Jóni Jóakimssyni. Þar kynntist hún syni bónda, Jóni Þveræingi. Þannig urðu Víðisar til. Bergljót ein fylgdi móður sinni til Seyðisfjarðar. Þóru og Guðlaugu var komið fyrir á Héraði í hendur góðs fólks. Sjá nánar í sögu Þóru Egyptafara eftir Helga Hallgrímsson (Helgi & Þóra). Hildur Hálfdanardóttir færði mér heimildir. Uppfært í febr. 2015. Snjoflodin_a_Seydisfirði_1885
Sumarið 2012 stendur/stóð í Þjóðarbókhlöðu (Háskólabókasafni) sýning sem rekur ævi dr. Stefáns Einarssonar (1897-1972) frá Breiðdalseyri (Höskuldsstöðum) fyrir austan. Sýningin er/var fengin að láni frá Breiðdalssetri í Breiðdalsvík. Sjá: http://www.breiddalssetur.is/malvisindi/. Stefán er skyldur Víðisum í gegnum Halldóru Sigurðardóttur langömmu mína (Vefarar). Hún var móðir Auðar, Jóns, Maríu, Sigríðar og Þórnýjar Víðis, og við munum öll eftir eða vitum af. Í litlu pdf skjali má sjá skyldleikann í boði Íslendingabókar. Dr_Stefan_Einarsson