Gistihúsið Víðir stendur í landi Fellsmerkur í Mýrdal. Það var byggt árið 1935 af Jóni J. Víðis og stóð fyrst sem garðhús við kartöflugarð fjölskyldunnar í Kringlumýri, þar sem gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar eru í dag. Þaðan flutti Jón húsið á sprengjuheldan kjallara að Árbæjarbletti 76, líklega í upphafi stríðsins, og var það þar skýli Víðisa í hugsanlegum loftárásum á Reykjavík, en garðhús eftir það. Í grunninum voru margir metrar af hillum. Þar stóðu niðursuðudósir með mat öll stríðsárin, ef á þyrfti að halda. Áður en húsið varð að Víði í Mýrdal, stóð það í landi Brandagils í Hrútafirði.
Þessar myndir eru teknar af sæluhúsinu árið 1943 í Árbænum.
Brandagil:
Árið 1967 flutti Jón það, örlítið minnkað, í land Brandagils í Hrútafirði og þjónaði það vel og lengi sem gistihús þar. Ég kom að húsinu nánast ónýtu eftir að vatn úr bæjarlæknum hafði flætt inn í það vorið 1997 og fékk Vegagerðina til að flytja það á lóð sína í Grafarvogi. Þar fékk það að þorna, fyrst innandyra, en síðan utandyra. Eftir það vann ég við að gera húsið upp, sumarið 1998. Eigendur þess, Már, Þorvaldur, Haukur og Jakob mættu í endurvígslu þess, ásamt konum sínum, haustið 1998. Vegagerðin sýndi húsinu (og minningunni um Jón J. Víðis) þann sóma að flytja það austur í Mýrdal, á ræktunarland Skógræktarfélags Reykjavíkur, þar sem það hefur staðið síðan, og heitir nú Víðir, eins og áður segir.
Gestabók Brandagils endar árið 1990. Eftir það voru nöfn gesta, sem fækkaði með versnandi ástandi hússins, skráð á laus blöð, sem ég leita enn að. Sjá gestabókina hér í 3 pdf-skjölum; skjalið allt annars vegar, en tvískipt hins vegar. Síðari skjölin eru léttari í meðförum. Gefið stóra skjalinu dálítinn tíma til að hlaðast niður, en eftir það er það í lagi.
Sjá einnig mannanafnaskrá gestabókar Brandagils, með mörgum nöfnum. Hana tók ég saman árið 2014. Ert þú þar á meðal?
Brandagil_mannanafnaskra_gestabokar.zzz
Víðir:
Þessi mynd er tekin sumarið 2015 í rigningarúða undir Mýrdalsjökli, séð frá veginum. Fellsheiði kallast fjöllin framan við jökulinn (sem varla sést). Sæluhúsið Víðir stendur undir hlíðunum, í skógræktinni sem eygja má, þar sem eyrarnar mæta brekkunni. Þar heitir í Fellsmörk. Húsið sést ekki. Þetta sumar bárum við Margrét á húsið. Þá tók ég 10 myndir af húsinu og eina af gróðrinum framan við það, en Þorvaldur og Steinunn hafa ræktað land Heiðarbrautar 2 í tvo áratugi. Sjá létt pdf skjal. Vidir_2015_tylft_minni
Hér fylgir formáli gestabókar Víðis. Hann er að hluta til unninn uppúr formála Jóns Víðis í gestabók Brandagils. Síðan bætti ég við sögu sæluhússins eftir að komið var að því að færa það úr Hrútafirði – og þar til það var komið í Mýrdalinn, þar sem það stendur núna. Gestabok_Vidis_formali_2016_05_12.zzz
Hér eru Samþykktir fyrir félagið Víði, undirritaðar 10. maí 2016. Frumrit er í skjalamöppu Víðis. Vidir_Samthykktir_2016_05_10.zzz
Hér er gestabók Víðis 16. júlí 1999-5. ágúst 2015. Vidisgestabok_2016_01_03_red
Hér er mannanafnaskrá gestabókar Víðis 16. júlí 1999-5. ágúst 2015. Mannanafnaskra_gestabokar_Vidis_2016_01_03
Hér má sjá gróðursetningardagbók Þorvalds og Steinunnar árin 1992-2002. Aftan við hana er rakin saga samskipta við Mýrdalshrepp áður en Víðir var fluttur á staðinn. Önnur söguleg gögn fylgja aftast. Flest eru þau einnig í skjalamöppu Víðis. Vidir_ThSTh_44_sidur_red.zzz
Jakob Hálfdanarson tók saman myndir sem teknar voru þegar koma Víðis í Mýrdalinn var undirbúin árið 1999. Fellsmork_Vidir_1999.zzz
Hella:
Hella í Vatnsfirði. F.v. Jón J. Víðis landmælingamaður (mágur Jóhanns Skaptasonar), Sigurmundur Haraldsson frá Fossá, Már Kristjánsson frá Auðshaugi, Jakob Hálfdanarson (systursonur Jóns), Sigurður Kristjánsson frá Auðshaugi og Ingvi Haraldsson frá Fossá.
Gistihúsið Hella í Vatnsfirði var í eigu Jóhanns Skaptasonar (1904-1985) sýslumanns, og konu hans Sigríðar Víðis Jónsdóttur, á Patreksfirði (1935-1956) og síðar á Húsavík (frá 1956). Jóhann notaði húsið til gistingar þegar hann ferðaðist um umdæmi sitt. Sigríður var iðulega með í för. Seinna notuðu það frændur sem unnu við vegmælingar á Vestfjörðum. Ýmsir aðrir koma við sögu.
Húsið var flutt frá Patreksfirði inn í Vatnsfjörð árið 1951. Gestabók þess nær allt til ársins 1976. Húsið fauk út í buskann veturinn 2012-2013. Gestabókin var í umsjá Jóns J. Víðiss, mágs Jóhanns.
Sjá gestabókina hér í 3 pdf-skjölum. Fyrst öll bókin, en síðan í tveimur hlutum, og þá viðráðanlegri. Gott getur verið að hlaða stórum skjölum niður í tölvu sína og skoða þau síðan þaðan. Í fjórða pdf-skjalinu er mannanafnaskrá gestabókarinnar (létt skjal), með 240 nöfnum. Þessi útgáfa mannanafnaskrár er frá árinu 2014. Ert þú meðal gesta?:
Hella_Dagbokin_Oll 15 MB
Hella_Dagbokin_Fyrri_hluti 7 MB
Hella_Dagbokin_Seinni_hluti 8 MB
Hella_mannanafnaskra_gestabokar
Hér eru 14 myndir af Hellu, Jóhanni og Sigríði, sýslumannshúsinu á Patreksfirði og frá brunanum á Patreksfirði 1936, þegar heimili Jóhanns og Sigríðar brann. Fólk fylgir með á mörgum myndanna. Opnið litlu gulu reitina á myndunum, en þar eru upplýsingar um þær: Hella_&_Patro_Nokkrar_myndir