Um okkur og fjölskylduna

 IMG_0001Ég og Margrét í íbúð okkar í Uppsölum (1978-1985).

Mar&Thora_ca1948

Pabbi og mamma við Buickinn hans pabba. Líklega 1948 eða 1949.

Þóra fór til Sorö. Sumarið 1947 bauðst mömmu að fara til Sorö að læra matargerð, sauma og hússtjórn við Sorö husholdningsskole. María systir mín tók myndir af nokkrum bréfum sem hún sendi heim. Í fyrra skjalinu eru bréf sem hún sendi móður sinni frá Færeyjum. Í seinna skjalinu eru bréf sem hún sendi frá Sorö og frá Noregi til móður sinnar og bróður (síður 7 og 8). Pdf-skjöl.  Thora_a_sjo_1947_12_bls  Thora_Soro_og_Norge_1947_16_bls

Afi Már látinn.  Pabbi lést 30. okt. 2010 og var jarðsunginn 5. nóv. Minningargreinar birtust í Mbl. 20. nóv. Þær eru hér ásamt skeyti á ensku til Maríu (Miu), dóttur Estherar Guðmundsdóttur.   Afi_Mar_latinn_Mbl_20_11_2010_Allt_saman_Mar

Mar_til_Thoru

Sálmaskrá útfarar pabba.  Hér má sjá pdf-mynd af báðum síðum sálmaskrárinnar sem við systkinin létum gera, en hún vakti athygli fyrir gott útlit. Í henni eru nokkrar myndir.  Nikulas_Mar_Nikulasson_Salmaskra_2010

Amma Þóra látin.  Móðir mín, Þóra Þorvaldsdóttir, lést 30. ágúst 2014. Í pdf skjali sem hér fylgir eru allar minningargreinar sem birtust í Mbl., minningarorð séra Karls Sigurbjörnssonar biskups, sálmaskrá o.fl.  Minningargreinar_Thora_allt_2014

Dagbók Jódísar Jónsdóttur. Jódís var tengdamóðir mín. Hér er efni sem hún tók saman og safnaði í tölvu sína, dagbókarskrif o.þ.h.  Dagbok_Jodisar_ALLT_2015_12_01

Ræða Jóns Árnasonar læknis á Kópaskeri, afa Margrétar, við útför sonar vinafólks. Erindið heitir Og stjörnurnar skína. Það var birt í Árbók Þingeyinga 2011 með formála  Jódísar Jónsdóttur, móður Margrétar.  Og_stjornurnar_skina_allt_2011_04_21.zzz

Bréfasafn Jóns Árnasonar læknis. Jón skrifaðist á við móður sína. Jódís, dóttir hans, færði bréfin í rafrænt form. Þóroddur Sveinsson færði allt skjalið (pdf), 132 síður, inná Facebókarsíðu afkomenda Valgerðar og Jóns.  jon_arnason_brefasafn_allt_zzz

Æviminningar Valgerðar Guðrúnar Sveinsdóttur frá Felli í Sléttuhlíð. Valgerður giftist Jóni Árnasyni lækni, og bjuggu þau lengi í Ási við Kópasker, þar sem Jón var læknir. Valgerður tók sjálf saman þennan þátt, en að frágangi hans komu dóttir hennar Jódís Jónsdóttir og tengdasonurinn Ólafur Jóhann Sigurðsson. Þátturinn birtist í riti Sögufélags Skagfirðinga, Skagfirðingabók 2014. Valgerður var amma Margrétar. Pdf- skjal.  Valgerdur_Sveinsdottir_SK2014_red.zzz

Gestabók Ólafs Magnússonar og Helgu Kristinsdóttur 1974-2000.  Ol_og_He_Dagb_1974_2000_zzz