Sálfræði og skylt efni

Þú mætir sjálfum þér.
Ferðalangur kom þar sem bóndi stóð í túni sínu.  Þeir tóku tal saman.  Ferðalangurinn sagðist vera að leita sér að þorpi til að setjast að í.
Segðu mér, spurði hann bóndann, hvernig fólk er þarna í þorpinu framfrá?
Hvernig fólk var í þorpinu þar sem þú bjóst? spurði bóndinn.
Það var upp til hópa leiðinlegt, uppáþrengjandi, afskiptasamt pakk!
Þá verð ég að hryggja þig, góði maður, en fólkið í þorpinu framfrá er alveg eins, þér mun ekki líða betur þar, sagði bóndi hugsi.  Og ferðalangurinn hélt aðra leið.
Nokkru síðar kom þar annar maður og heilsaði bóndanum.  Hann sagðist vilja flytja sig til og væri að leita sér að framtíðarbústað.
Hvernig fólk býr í þorpinu framfrá? spurði hann.
Hvernig var fólkið þar sem þú bjóst? spurði bóndinn.
Það var yfirleitt besta fólk, hjálpfúst, góðviljað, umhyggjusamt.
Þá get ég glatt þig með því að fólkið hér í þorpinu er einmitt þannig, sagði bóndinn og hló.  Þér á eftir að líða þar vel.

Að lifa lífinu lifandi.  Hér velti ég fyrir mér tvenns lags núum í lífi okkar, stuttu núi og löngu núi. Löngu núin eru t.d. ævilangar skuldbindingar okkar. Umræða um mindfulness ýtti þessum vangaveltum úr höfn.  Ad_lifa_lifinu_lifandi_Baedi_nuin_MVM_2011_kirkjurit.zzz

HAM handbók og verkefnahefti kynnt á hátíðarsamkomu á Reykjalundi.  Vorið 2011 mætti ég á Reykjalund á kynningu á nýrri handbók og verkefnahefti HAM, en þær eru unnar á Reykjalundi, m.a. af Ingu Hrefnu Jónsdóttur sálfræðingi. Bækurnar eru afskaplega vel unnar og fallegar. Hér má lesa meira.  HAM kynning á Reykjalundi 2011

Maðurinn minn er klámfíkill.  Þessa grein vann ég fyrir Nýtt Líf.  Nytt_Lif_Madurinn_minn_er_klamfikill_2006.bmp

Sama grein í Word:  Madurinn_minn_er_klamfikill

Hvernig næ ég andlegum þroska?  Um líkama, anda og sál, en þó einkum um andann og hin tíu hlutverk hans. Efnið er skylt efni greinarinnar um Mid-Life Crisis.  Hvernig_nae_eg_andlegum_throska_1til10_2009

Tölvukynslóðin:

Greining á tölvukynslóðinni 1.  Digital_Natives_by_Marc_Prensky

Greining á tölvukynslóðinni 2.  Digital_natives_are_restless_Ducharme_Kirah

Bæklingur sem Medierådet for Børn og Unge og margir fleiri standa að. Hann heitir Der er så meget forældre ikke forstår. Þar er foreldrum barna kennt að takast á við netnotkun barna. Stine Liv Johansen, tengdadóttir Sigríðar Lárusdóttur, frænku minnar í Danmörku, á stóran þátt í þeim rannsóknum sem liggja að baki aðferðafræði bæklingsins.  der_er_saa_meget_foraeldre_ikke_forstaar_baeklingur_zzz

Er hægt að eignast án þess að kaupa?  Hér kemur Axel Munthe, sænski læknirinn sem byggði fallegasta hús í heimi á eynni Capri, við sögu. Við Margrét heimsóttum Capri í stóru Ítalíuferðinnni árið 2000. Í framhaldinu las ég sögu Munthes; Söguna af San Michele, en hús Munthes heitir einmitt San Michele. Margt fleira kemur við sögu.  Er_haegt_ad_eignast_an_thess_ad_kaupa_plus_Saura.zzz

Að rísa uppúr öskustónni.  Hér er fjallað um Gretti Ásmundsson, Glám, Robert Bly, Öskubusku, surrender, vönun o.fl. M.a. styðst ég við rannsóknir Torfa Tuliniusar á efninu.  Ad_risa_uppur_oskustonni.zzz

Leið karla til þroska um miðbik ævinnar. Einhvers konar mid-life crisis umræða. Rannsókn mín á síðasta stóra þroskaskeiði mannsins, sem hefst u.þ.b. við 42ja ára aldur.  Leid_karla_til_throska.zzz

ADHD fullorðinna.  Hér ber ég saman taugaveiklun og ADHD fullorðinna. Þetta eru vangaveltur, en ekki endanlegt svar.  ADHD_hja_fullordnum_minnispunktar.zzz

Áhættuþættir hjartasjúkdóma.  Hér velti ég fyrir mér sálrænum áhættuþáttum hjartasjúkdóma.  Ahaettuthaettir_hjartasjukdoma

Atferlismótun.  Hérna lýsi ég því hvernig hegðun foreldra (kennara o.fl.) hefur áhrif á börn þeirra, séð frá sjónarhorni atferlissálfræðingsins. Getið heimilda.   Atferlismotun_2018_04.zzz

Fyrirgefningin.  Hvað er fyrirgefning? Hvaðan kemur hún? Til hvers má nota hana? Hér er þessu öfluga verkfæri lýst (ein síða). Uppfært 2016.  Fyrirgefningin_2016_02.zzz

Hvað er fötlun?  Hér velti ég fyrir mér muni á handicap og disability. Á íslensku er sama orðið notað um hvort tveggja, sem leiðir stundum til misskilnings.  Fotlun_homlun_orsok

Slökunaræfing Jacobsons.  Hér er fræg slökunaræfing Jacobsons í minni þýðingu.  Hún hefur farið víða og öllum er velkomið að nota hana.  Slokun.zzz

Varnarhættir.  Freud átti stærstan þátt í að skilgreina varnarhætti. Þó ég sé f.o.f. atferlissálfræðingur kemst ég illa af án þess að kunna nokkur skil á varnarháttum. Þetta er mín samantekt, sem hefur farið víða. Öllum er heimil notkun skjalsins. Uppfært síðast 2017.  Varnarhaettir_zzz

Weltschmerz.  Þetta er fyrsta grein mín um Mid-Life Crisis, miðaldrakrísuna. Margar komu á eftir, en þessi er alltaf jafn hressandi.  Weltschmerz

Horfnar bækur.  Vorið 2018 losaði ég mig við 106 sálfræðibækur, sem ég taldi mig ekki þurfa lengur. Þær fóru á gjafaborð Þjóðarbókhlöðu. Öðrum var fleygt. Tvö skjöl.  Baekur_1_zzz  og  Baekur_2_zzz

Skilaboð eru vel þegin á netfang mitt marvidar@simnet.is.