Þverá

Sjá um tónlistargenið Mýrargenið í kaflanum M&M/Tónlist.

140 ára afmælishátíð Þverárkirkju. Ég rek hér atburðarásina eftirá.  140 ára Þverárkirkja.zzz

Predikun sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar á 140 ára afmælishátíð Þverárkirkju.  Predikun_2018.zzz

Thvera_2018-10a

Ávarp Más Viðars Mássonar í kirkjukaffi eftir hátíðarmessu í Þverárkirkju 2018.  Avarp_Mas_2018.zzz

Thvera_2018-32

Vinafélag Þverárkirkju – lög.  Vígsla Jónssteins við Þverá í Laxárdal sumarið 2009 varð aðdragandi að stofnun Vinafélags Þverárkirkju (sjá Jón J. Víðis hér á vefsíðu).  Líklega var það sr. Þorgrímur Daníelsson á Grenjaðarstað sem vakti fyrst athygli á málinu, í kaffiboði því sem Laxdælir héldu vígsluvottum heima í Þverá að athöfn lokinni.  Hér má sjá lög félagsins frá 2010.  Vinafelag_Thverarkirkju_log

Vinafélag Þverárkirkju – félagaskrá.  Hér er félagaskrá eins og hún leit út 14. ág. 2018.  Vinafelag_Thverarkirkju_felagaskra_2018_08.zzz

Vinafélag Þverárkirkju.  Hér má sjá fundargerð undirbúningsnefndar frá 2010.  Fundargerd_undirbuningsfundar_2010_03_09

Þverárkirkja í ágúst 2011 þegar þak var endurnýjað. Hjörleifur Stefánsson arkitekt stendur nær. Nikulás Úlfar Másson tók myndina. Minjastofnun Íslands útvegaði.

Hér má sjá greinargerð þá sem fylgir umsóknum vinafélagsins um styrki til viðhalds kirkjunnar.  Greinargerðin er allt-um-lykjandi og leggur áherslu á mikilvægi þess að viðhalda bænum, útihúsum, kirkju, kirkjugarði, umhverfi og sögu.  Af hverju Þverá? Greinargerd_Vinafelags_Thverarkirkju_2010_2014

Þverárkirkja lagfærð 2011-2016. Hér er skýrsla mín um viðgerðirnar á Þverá. Hún var skrifuð með Árbók Þingeyinga í huga.  Thverarkirkja_lagfaerd_2017_05_30_zzz

140 ára afmæli Þverárkirkju 2018. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Stjórn Vinafélags Þverárkirkju hélt fund, með nokkrum velunnurum kirkjunnar, 29. okt. 2016 til að undirbúa hátíð af þessu tilefni. Hér er fundargerð, sem lýsir því hvernig fundurinn sér hátíðarhöldin fyrir sér.  vinafelagsfundur_naefurasi_2016_10_29_zzz

Skýrsla til Vinafélagsins 2015. Ég segi hér frá tveimur ferðum mínum að Þverá 2015. Ýmislegt sem tengist Þveræingum fær að fljóta með.  Sumarferdir_Mas_2015_12_01

Loftmynd af Þverár- og Auðnalandinu öllu. Áskell Jónasson á Þverá lánaði mér loftmynd sína árið 2016. Ég lét færa hana í stafrænt horf (pdf). Inná myndina er búið að skrifa fjöldann allan af örnefnum á landi og í Laxá. Ég á ennþá öflugra eintak ef e-r vilja prenta stórt eintak af myndinni.  Loftmynd_Thvera_150

Jón Jóakimsson langalangafi 1816-1893.  Hér er grein sem Bjartmar Guðmundsson á Sandi tók saman handa Árbók Þingeyinga 1967. Óþarfi er að láta hana liggja þar, því hana eiga allir að lesa. Þarna er m.a. lýsing bróðursonarins Jakobs Hálfdanarsonar á æviverki Jóns – og það var merkilegt. Þetta er líklega heillegasta ævisaga Jóns og oft er í hana vitnað. Einstæð dagbók Jóns Jóakimssonar kemur við sögu.  Jon_Joakimsson_Arbok_1967

Kirkjur Íslands er stórmerk ritröð. Árið 2013 komu út bækur nr. 21 og 22. Þar er sagt frá friðuðum kirkjum í Þingeyjarprófastsdæmi. Saga kirknanna er rakin frá upphafi til dagsins í dag. Þar er Þverárkirkja – og minnst á endurbætur þær sem hófust árið 2010. Frá Þverárkirkju er sagt á 39 síðum, þegar allt er talið með. Sjálfur textinn er styttri. Nú skora ég á alla velunnara kirkju og staðar að líta á ágætan texta og fallegar myndir. Sverrir Haraldsson á Hólum (við Lautir) í Reykjadal og Hjörleifur Stefánsson arkitekt eru höfundar. Hér hef ég ljósritað greinina, en bækurnar fást fyrir aðeins kr. 6.000 báðar. Þetta er létt pdf-skjal, en myndir eru samt uþb. 90% góðar. Ég hvet vini Þverárkirkju til þess að eignast bækurnar sjálfar.  Kirkjur_Isl_Thverarkirkja

Arngrímur málari Gíslason málaði altaristöflu Þverárkirkju. Hann tengdist Þverá á margan annan hátt. Sögu hans lýkur í Svarfaðardal, en þar má ennþá sjá Arngrímsstofu. Ég setti saman þessa sögu Arngríms, og tengi hana á alla kanta við Þverá og Þveræinga. Mun ítarlegri er góð saga Kristjáns Eldjárn um Arngrím. Frá bók hans segir í grein minni.  Arngrimur_malari_og_Thvera_2016_08_17.zzz

Þverárheimilið í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hér er 6 síðna viðtal við Herdísi Benediktsdóttur frá árinu 1956. Það er Halldóra Bjarnadóttir sem skráði „aðallega til minningar um Jón Jóakimsson og Bergljótu Guttormsdóttur, [seinni] konu hans.“ Þetta er þekkt grein, sem oft er vitnað til. Hún birtist í Hlín, 38. árg. 1956. Helgi Hallgrímsson, frændi minn að austan, sendi mér ljósrit af greininni sumarið 2015, enda málið honum skylt. Jón Hálfdanarson gaukaði sömu grein að mér. — Hér mætast Þveræingar og Héraðsbúar, því Halldóra, langamma mín, var send að austan til Bergljótar, föðursystur sinnar, eftir að hún var orðin foreldralaus. Hún var þá á fermingaraldri og tók stuttu síðar saman við bóndasoninn Jón Þveræing. Þá urðu til Víðisar.  Bergljot_og_Thvera_1956

Helgastaðir og Þverá. Á Þverá hefur staðið kirkja frá fyrstu tíð og hof þar á undan. Sjá meðfylgjandi skjal, en þar er rakin saga Helgastaðaprestakalls eins langt aftur og unnt er. Það er merkt „Geiri 9. sept. 2009“. Þeir sem til þekkja mega benda mér á hver þessi Geiri er. Þetta er pdf-skjal.  Helgastadir

Heimsminjaskrá. Sameinuðu þjóðirnar halda heimsminjaskrá. Á henni eru nú yfir 900 staðir. Til er biðlisti (óskalisti). Á honum eiga Íslendingar nú 6 verkefni. Þverá tengist tveimur þeirra. Annað snýst um að varðveita 14 torfhús til að viðhalda samhengi í byggingarsögunni. Eitt þessara húsa er Þverárbærinn. Sjá greinargerð UNESCO um þetta verkefni.  Heimsminjar_2011_PDF

Skýrsla Hjalta byggingartæknifræðings. Hér er lýst ástandi þaks Þverárkirkju fyrir viðgerð. Skýrslan var síðan notuð sem viðmið þegar skipt var um þak árið 2011.  Thverarkirkja_Thak_Skyrsla_Hjalta_2011

Myndir frá Þverá 2010.  2010_Thvera_sel_opt_PDF

Þverárkirkja 80 ára. Jón Hálfdanarson sendi mér samtíma heimildir sem segja frá hátíð á Þverá árið 1958, samtals 3 síður. Jón var sjálfur á afmælishátíðinni og segir frá því í formála.  Thverarkirkja_80_ara_JH_jan_2012

Þverárkirkja, saga hennar. Vorið 2014 tók Jón Hálfdanarson saman 9 síður um merka atburði í sögu kirkjunnar – í tilefni af því að þá sá fyrir enda 3ja ára viðgerða – og gaf vinafélagi kirkjunnar, svo félagar væru betur búnir undir fyrstu messu eftir endurbætur; 24. ágúst 2014. Jón lýsir fyrst 80 ára afmæli kirkjunnar 24. ágúst 1958, en hann var þar sjálfur. Ég hef líklega verið þarna líka, 8 ára gamall, þótt ég muni ekki eftir því.  Thverarkirkja_JH_juni_2014

Jon_200_ara_2016

Myndir frá Þverá 2011. Nýja þak komið á kirkjuna.  Thvera_okt_2011_sel_opt_PDF

Guide to Iceland heitir vefsíða. Regína Hrönn Ragnarsdóttir (kona Jóns Víðis Jakobssonar) skrifaði þar ágætan texta um Þverá fyrir útlenska ferðamenn. Góðar myndir fylgja. Sjá  https://guidetoiceland.is/connect-with-locals/regina/thvera-turf-house

Guide to Stone for Jon. Við Regína, sbr. ofan, skrifuðum saman, á ensku, grein um Jónsstein. Greinina er einnig að finna á svæði Jóns J. Víðis – Laxardalur, Thvera and A Stone for Jon, in English.  A_stone_for_Jon_in_English

Hver er munurinn á bændakirkju og safnaðarkirkju? Hér svarar Guðmundur Þór Guðmundsson lögfræðingur þeirri spurningu f.h. biskupsstofu. Frá 2005. Word-skjal.  Baendakirkja_vs_safnadarkirkja

Hér birtist skýrsla fornleifafræðinga eftir rannsókn á notkun herbergja á Þverá, með því að kanna innihald gólfsýna (mold, ryk o.þ.h.). Preliminary Report on a Sampling Project for an Ethno-Archaeoentomological Investigation (skordýragreining) in Þverá, Laxárdalur. The purpose of this report is to present details about the fieldwork which had been conducted at Þverá in the summer of 2010. The project at Þverá forms part of a doctoral thesis, which aims at developing an analytical framework, based on the study of insect remains, for the reconstruction of past daily life in 19th and early 20th century Iceland. This research is being undertaken by Véronique Forbes at the University of Aberdeen, under the supervision of Drs Karen Milek and Andrew Dugmore (U. Of Edinburgh). University of Aberdeen, 21.07.11. Ég ræddi við þær Véronique og Karen á Þverá sumarið 2010. Skýrslan lýsir aðferðum fornleifafræðinganna, sem eru afar forvitnilegar, en ekki var búið að greina þau eitt hundrað skordýr (insects) sem fundust, og munu, þegar það að kemur, uppljóstra ýmislegt um búskaparhætti í burstabænum. Skýrslan er 28 síður í pdf. Thvera 2010 interim report Karen Milek sendi juli 2011

Skýrsla Karen Milek fornleifafræðings um rannsóknir hennar á notkun herbergja á Þverá (2). [Hér vantar enn frekari upplýsingar] Thvera_Karen_Milek_03_Ch_2_Icelandic_Turf_Buildings_Copy_of_2011

Sunnefa Völundardóttir er dóttir Sigrúnar Kristjánsdóttur fyrrverandi safnastjóra Menningarmiðstöðvar Þingeyinga á Húsavík. Hún gerði skýrslu um Þverá undir handleiðslu Önnu Lísu Rúnarsdóttur. Anna Lísa segir: Sæll Már. Vorið 2010 sótti ég, fyrir hönd húsasafns Þjóðminjasafns Íslands, um styrk í Nýsköpunarsjóð námsmanna í samvinnu við Sunnefu. Hún var þá að ljúka BA námi í sagnfræði. Ég hafði frumkvæði að verkefninu, var leiðbeinandi og óskaði eftir samstarfi við Sunnefu. Markmið verkefnisins var að draga saman þær heimildir sem til eru um Þverárbæinn, ásamt því að taka viðtöl við fólk sem þekkir bæinn. Niðurstöður verkefnisins voru dregnar saman í skýrslu sem Sunnefa skilaði til Þjóðminjasafns og Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Auk þess skilaði hún uppskrifuðum viðtölum, ljósritum af heimildum og afritum af ljósmyndum sem tengdust viðfangsefninu. Þetta heimildaefni er nú varðveitt í gagnasafni húsasafns Þjóðminjasafnsins. Í kjölfar þessa verkefnis sótti ég síðan um styrk í Þjóðhátíðarsjóð og fékk í desember sl. [2010] úthlutað 1.000.000 kr. til að nýta þessar heimildir sem grunn að miðlun/sýningargerð í bænum. Vinna við þann áfanga er að hefjast um þessar mundir. Vona að þessi svör varpi einhverju ljósi á málið. Bestu kveðjur, Anna Lísa Rúnarsdóttir,
Sviðstjóri rannsókna- og varðveislusviðs/Head of Research and Collections
Þjóðminjasafn Íslands/National Museum of Iceland, Suðurgötu 43, 101 Reykjavík, s. 530 2200, bs. 530 2286, gsm. 824 2031, fax. 530 2201.
Sunnefa_Volundardottir_skyrsla_2010

Þorsteinn Gylfason ritaði grein sem heitir „Stephan G. Stephansson og skilyrði andlegs lífs“ og birtist í ritinu „Að hugsa á íslensku“ frá 1996.  Greinin er stórmerkileg greining á því skeiði sem Þorsteinn kallar Gullöld ÞingeyingaStephan_G_Stephan_Ben_Audnum_Thorst_Gylfa_2010_allt

Steinhús tengdafeðra heitir þessi skemmtilega samantekt Jóns Hálfdanarsonar, en kveikja greinarinnar voru vangaveltur varðandi Þverárkirkju (og önnur steinhús frá sama tíma) við endunýjun þaks kirkjunnar annars vegar og ritun kirkjusögu hins vegar (hér í höndum Hjörleifs Stefánssonar). Jón veltir fyrir sér upphafi sögu steinhúsa hér á landi og tengir hana eigin lífi og forfeðra sinna. Í skeyti til frænda sinna, mælingamanna, segir Jón þetta: Blessaðir aftur! Í framhaldi af athugasemdum mínum áðan sendi ég ykkur til fróðleiks og skemmtunar samantekt sem ég var að vinna að. Hún snertir að nokkru Þverárkirkju. Ég hef verið í sambandi við frændur mína Sigurjón Jóhannesson á Húsavík, Helga Hallgrímsson á Egilsstöðum,  Jakob Jakobsson í Glasgow í Skotlandi og þá bræður Gísla Ólaf og Vikar Péturssyni út af ýmsu gömlu. Afi þeirra þriggja síðastnefndu er Gísli Pétursson sem var kvæntur ömmusystur minni Aðalbjörgu Jakobsdóttur.  Pétur Ólafur Gíslason, faðir Gísla, var kenndur við Ánanaust í Reykjavík.  Við þau kenna afkomendur hans, Ánanaustaættin, sig.  Þegar ég áttaði mig á að ég hafði lengi átt heima efst í Ánanaustatúni, sem einu sinni var, og Pétur hafði reist sér steinhús það sem seinna var númer 52 við Vesturgötu, en ég hafði búið á Vesturgötu 54a, vaknaði áhugi minn fyrir alvöru.  Eini steinbærinn sem þarna lifir enn þá er Götuhúsið á horni Vesturgötu og Bakkastígs.  Við veltum t.d. fyrir okkur hvar Ánanaustavörin hefði verið en hún er löngu horfin undir fyllingu. Afrakstur áhuga míns á húsum hlöðnum úr steini, sem spratt upp af þessum hugleiðingum, er þetta skjal sem hér fylgir með. Kær kveðja! Jón Hálfdanarson.  Steinhus_Tengdafedra_JH_2012

Húsafriðunarnefnd hefur þetta að segja um Þverárkirkju á heimasíðu sinni:  Kirkjan_Thvera_husaskra

Ég skaust norður haustið 2013 til að gleðjast með Áskatli kirkjubónda yfir framkvæmdum sumarsins, sem mest eru honum sjálfum að þakka. Sagan er rakin hér.  Thverarferd_Mas_sept_2013 Myndir setti ég á Flickr-síðu mína. Þar má finna eldri og nýrri myndir frá Þverá og úr Laxárdal. Sjá www.flickr.com/photos/marvidar/sets

3 skeyti mín til félaga í Vinafélagi Þverárkirkju vorið 2014. Lítið pdf-skjal.  3_bref_til_Vinafelaga_juni_2014

Bréf til félaga í Vinafélagi Þverárkirkju 30. nóv. 2014. Lítið pdf-skjal.  Bref_til_Vinafelaga_nov_2014

Kirkjukort. Hér má sjá umsögn um Þverárkirkju á kirkjukort.net.  http://www.kirkjukort.net/kirkjur/thverarkirkja_0153.html